Vogamenn eiga stórleik næsta laugardag
Þróttarar mæta liði Álftanes í síðustu umferð A-Riðils 4. deildar karla í knattspyrnu næsta laugardag. Tvö efstu liðin komast í úrslitakeppnina áfram en Þróttarar eru í öðru sæti deildarinnar sem stendur. Með sigri halda Vogamenn sér í því sæti og eru öryggir áfram í átta liða úrslit. Um er að ræða einn miklvægasta leik Þróttara í áraraðir og því um að gera að hvetja piltana til sigurs.