Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vogamenn á fleygiferð
Uppbygging sunddeildar Þróttar í Vogum hefur gengið framar vonum.
Mánudagur 17. júní 2019 kl. 11:00

Vogamenn á fleygiferð

Hreyfivika fór fram í Vogum dagana 6. til 12. maí. Markmið hreyfiviku var að hvetja íbúa sveitarfélagsins að taka þátt í samfélagi sínu og hreyfa sig meira. Að þessu verkefni stóðu Ungmennafélagið Þróttur og Sveitarfélagið Vogar.

Aðgangur var ókeypis í sundlaug bæjarins, einnig var hægt að nýta sér ræktina í Vogabæjarhöllinni. Ungmennafélag Íslands heimsótti félagsstarf eldri borgara og kynnti landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer á Neskaupsstað í sumar. Hjólreiðatúr, gönguferðir, boccia, kynning á Vogaþreki Þróttar og margt fleira var í boði fyrir alla aldurshópa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það æfa 35 börn sund hjá Þrótti Vogum í dag og er þjálfari Þróttar, Heiðdís Ninna Skúladóttir. Félagið hefur verið að vinna í því að byggja upp sunddeildina frá árinu 2015 og uppbyggingarstarfið hefur gengið framar vonum. Á hverju vori er haldið sundnámskeið fyrir börn sem hefja skólagöngu næsta haust og er það í umsjón Rebekku Magnúsdóttur og Alexöndru Ingþórsdóttur.