Vogafólk með þrenn verðlaun á Íslandsmótinu í Júdó
Vogamærin Katrín Ösp Magnúsdóttir hreppti tvenn bronsverðlaun á Íslandsmótinu í Júdó sem fór fram í Reykjavík sl. laugardag.
Katrín lenti í þriðja sæti bæði í -63kg flokki og opnum flokki og keppti auk þess með sameiginlegri sveit landsbyggðarliða í sveitakeppninni.
Vogamenn áttu fleiri afreksmenn á þessu móti þar sem Hrafn Helgason, sem keppir í -81kg flokki, vann einnig til bronsverðlauna og Guðmundur Gunnarsson stóð sig með prýði í keppni í +100kg flokki.
Um næstu helgi fer svo fram síðasta mót vetrarins, Íslandsmót barna og unglinga, þar sem Vogamenn munu eiga marga keppendur.
Katrín lenti í þriðja sæti bæði í -63kg flokki og opnum flokki og keppti auk þess með sameiginlegri sveit landsbyggðarliða í sveitakeppninni.
Vogamenn áttu fleiri afreksmenn á þessu móti þar sem Hrafn Helgason, sem keppir í -81kg flokki, vann einnig til bronsverðlauna og Guðmundur Gunnarsson stóð sig með prýði í keppni í +100kg flokki.
Um næstu helgi fer svo fram síðasta mót vetrarins, Íslandsmót barna og unglinga, þar sem Vogamenn munu eiga marga keppendur.