Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vogabær styrkir íþróttir í Vogunum
Það voru Leifur Grímsson frá Vogabæ og Gunnar Helgason formaður Þróttar sem undirrituðu samninginn.
Mánudagur 12. desember 2016 kl. 09:11

Vogabær styrkir íþróttir í Vogunum


Ungmennafélagið Þróttur  og Vogabær gerðu á dögunum samning til tveggja ára á dögunum.
Nýtt knattspyrnusvæði Vogabúa og Íþróttamiðstöð Voga mun því heita Vogabæjarvöllur og Vogabæjarhöllin næstu tvö árin. 

Líkt og síðustu ár hefur Vogabær verið einn af samstarfsaðilium félagsins. Vogabær hefur lagt ríka áherslu á að vera í góðum tengslum við íþróttahreyfinguna í Vogum. Með samningi þessum vill Vogabær sýna í verki áhuga sinn og stuðning við æskulýðs- og íþróttamál og um leið leggja áherslu á forvarnarþátt þess starfs.

Fyrir barna og unglingastarfið hjá Þrótti er þessi samningur mikil lyftistöng samkvæmt Gunnari Helgasyni formanni Þróttar. Leifur Grímsson sagði við þetta sama tilefni að það væri mikill heiður fyrir Vogabæ ehf. að fá að taka þátt í þessu uppbyggingarstarfi með Þrótturum og lýsti því einnig yfir hve ánægður hann væri með kraftinn í félaginu.

Vogabær ehf. er matvælafyrirtæki sem framleiðir sósur og ídýfur fyrir matvörumarkaði og skyndibitastaði. Fyrirtækið var upphaflega stofnað í Vogum sem verslun árið 1976 en árið 1985 hófst framleiðsla á ídýfum og sósum undir nafninu Vogabær. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024