Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vogabæjarvöllur verði með þeim betri á landinu
Friðrik formaður knattspyrnudeildar og Ingvar Sigurðsson starfsmaður Solis á Íslandi.
Þriðjudagur 4. apríl 2017 kl. 11:10

Vogabæjarvöllur verði með þeim betri á landinu

Knattspyrnudeild Þróttar fer með umsjón knattspyrnuvalla

Knattspyrnudeild Þróttar og Sveitarfélagið Vogar hafa samið um að deildin fari með umsjón yfir knattspyrnusvæði Sveitarfélagsins Voga og fjárfesti knattspyrnudeildin í Solis dráttarvél frá Vallarnaut að því tilefni.

Friðrik V. Árnason formaður Knattspyrnudeildar Þróttar sagði við þetta tilefni að markmið deildarinnar sé að sinna Vogabæjarvelli með þeim hætti að völlurinn verði með þeim betri á landinu og Þróttarar allir geti verið stoltir af sínu knattspyrnusvæði. Næsta sumar fara fram fjölmargir leikir á Vogabæjarvelli bæði hjá meistaraflokki og yngriflokkum Þróttar. Einnig mun eitt af yngri landsliðum Íslands spila leik á Vogabæjarvelli

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024