Voga-Þróttur vann Stólana
Voga-Þróttur vann Tindastól í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu á Vogaídýfuvellinum í gærkvöldi. Lokatölur urðu 2:0 fyrir heimamenn.
Gilles Mband Ondo kom Þrótturum yfir á 31. mínútu og Andri Hrafn Sigurðsson bætti við öðru marki gegn botnbaráttuliði Tindastóls á 86. mínútu.
Þróttur er í 4.-5. sæti með 29 stig eins og Víðir í Garði en Stólarnir eru á botninum.