SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Íþróttir

Voga-Þróttur með silfurdrengi í handboltabikar
Þriðjudagur 20. október 2015 kl. 12:35

Voga-Þróttur með silfurdrengi í handboltabikar

Þróttur Vogum verður með hörkulið í Coca-Cola bikar karla í handknattleik og hefur þegar safnað í lið sem er vægast sagt athyglisvert. Það er handboltasíðan fimmeinn.is sem greinir frá þessu. Þess má geta að hópurinn er sagður hafa hafið æfingar en þeir eiga leik á móti KR 25. október í Strandgötunni Hafnarfirði.

Þess má einnig geta að Vogamenn hafa ekki einungis safnað saman í risa leikmenn, því þeir vita hvað góður stuðningur getur gert og það mun því fylgja liðinu heill kór, Vogakórinn mun sjá um stemninguna á pöllunum og hjálpa liðinu inn í 16 liða úrslitin.

Freyr Brynjarsson sem er margfaldur Íslandsmeistari með Haukum á heiðurinn á að smala saman í liðið ásamt Sigmundi á Sporttv, segir á síðunni.

Það verður seint hægt að kenna reynsluleysi um ef liðið dettur úr keppni í fyrstu umferð en leikmenn liðsins eiga samanlagt heilan helling af landsleikjum, sjálfsagt á fjórða hundraðið.

Meðal leikmanna sem spila munu í bikarkeppninni undir merkjum Þróttar Vogum má nefna,

Þjálfarar
Jón Kristjánsson.
Patrekur Jóhannesson.

Markverðir
Birkir Ívar Guðmundsson, 144 landsleiki á bakinu.
Roland Roland Eradze, 52 landsleiki.

Útileikmenn
Valgarð Thoroddsen.
Einar Örn Jónsson.
Heimir Örn Árnason.
Bjarka Sigurðsson.
Sigfús Sigurðsson.
Logi Geirsson.
 

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025