Voga-Þróttur með silfurdrengi í handboltabikar
Þróttur Vogum verður með hörkulið í Coca-Cola bikar karla í handknattleik og hefur þegar safnað í lið sem er vægast sagt athyglisvert. Það er handboltasíðan fimmeinn.is sem greinir frá þessu. Þess má geta að hópurinn er sagður hafa hafið æfingar en þeir eiga leik á móti KR 25. október í Strandgötunni Hafnarfirði.
Þess má einnig geta að Vogamenn hafa ekki einungis safnað saman í risa leikmenn, því þeir vita hvað góður stuðningur getur gert og það mun því fylgja liðinu heill kór, Vogakórinn mun sjá um stemninguna á pöllunum og hjálpa liðinu inn í 16 liða úrslitin.
Freyr Brynjarsson sem er margfaldur Íslandsmeistari með Haukum á heiðurinn á að smala saman í liðið ásamt Sigmundi á Sporttv, segir á síðunni.
Það verður seint hægt að kenna reynsluleysi um ef liðið dettur úr keppni í fyrstu umferð en leikmenn liðsins eiga samanlagt heilan helling af landsleikjum, sjálfsagt á fjórða hundraðið.
Meðal leikmanna sem spila munu í bikarkeppninni undir merkjum Þróttar Vogum má nefna,
Þjálfarar
Jón Kristjánsson.
Patrekur Jóhannesson.
Markverðir
Birkir Ívar Guðmundsson, 144 landsleiki á bakinu.
Roland Roland Eradze, 52 landsleiki.
Útileikmenn
Valgarð Thoroddsen.
Einar Örn Jónsson.
Heimir Örn Árnason.
Bjarka Sigurðsson.
Sigfús Sigurðsson.
Logi Geirsson.