Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vítaspyrna Alexanders slær í gegn á netinu
Miðvikudagur 8. júní 2011 kl. 11:49

Vítaspyrna Alexanders slær í gegn á netinu

Vítaspyrna Alexanders Magnússonar hægri bakvarðar hjá Grindvíkingum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hefur heldur betur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Myndbandið af vítaspyrnunni er það fjórða mest skoðaða myndbandið hjá youtube af íþróttamyndböndum um þessar mundir en rúmlega 237.000 manns hafa horft á myndbandið. Markið óvenjulega kom í 4-1 sigri liðsins gegn Þór í Pepsideild karla þann 30. maí s.l. en þar sýndi Alexander frumlega og skemmtilega tilburði eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér má nálgast myndbandið á youtube.