Þriðjudagur 8. maí 2007 kl. 13:06
VISA bikarkeppnin hefst á föstudag
VISA bikarkeppnin í karlaknattspyrnu hefst á föstudag með fimm leikjum en þar kemur ekkert Suðurnesjalið við sögu. Á fimmtudag í næstu viku leika Suðurnesjaliðin sína fyrstu leiki í VISA bikarnum þegar GG tekur á móti Álftanes/Augnablik á Grindavíkurvelli og Víðir Garði leikur úti gegn Árborg á Selfossvelli. Báðir leikirnir hefjast kl. 14:00.