Visa bikarinn: Keflavík og FH mætast í 8 liða úrslitum
Keflvíkingar munu mæta FH í 8 liða úrslitum Visa bikars karla í knattspyrnu. Þetta kom í ljós í morgun þegar dregið var í úrslitin. Leikurinn fer fram í Keflavík þann 30. júlí.
Keflavík er eina liðið sem hefur sigrað hið geysisterka lið FH í deildinni í sumar en það var í fyrsta leiknum.