Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

VISA bikarinn: Keflavík áfram en GRV úr leik
Fimmtudagur 31. maí 2007 kl. 11:02

VISA bikarinn: Keflavík áfram en GRV úr leik

Fyrstu umferð VISA bikarkeppni kvenna í knattspyrnu lýkur í kvöld þegar FH og Haukar mætast að Ásvöllum en í gærkvöldi fóru fimm leikir fram í keppninni þar sem Keflavíkurkonur tryggðu sig inn í aðra umferð en GRV mátti lúta í gras gegn Aftureldingu.

 

Keflavík heimsótti HK/Víking á Víkingsvöll og var það fyrirliðinn Lilja Íris Gunnarsdóttir sem gerði eina mark leiksins. Lilja kom Keflavík í 1-0 á 6. mínútu leiksins og þar við sat. Keflavík mætir Fylki í annarri umferð VISA bikarkeppninnar en sá leikur fer fram í Árbænum þann 12. júní næstkomandi.

 

GRV tók á móti Aftureldingu á Grindavíkurvelli í gærkvöldi og máttu sætta sig við 4-0 tap. Þjálfari liðsins, Haraldur Magnússon fékk að líta rauða spjaldið í leiknum fyrir mótmæli við dómara en það mun hafa þótt helst til of strangur dómur.

GRV og Afturelding leika saman í 1. deild kvenna og er Afturelding talið vera með eitt sterkasta lið deildarinnar í ár.

 

VF-myndir/ Jón Björn Ólafsson og Þorsteinn Gunnar Kristjánsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024