VISA-bikarinn í kvöld
Njarðvíkingar mæta Selfyssingum kl. 20:00 í kvöld á Njarðvíkurvelli í VISA bikar karla í knattspyrnu. Njarðvíkingar unnu góðan sigur á Selfyssingum í deildarkeppninni í 2. deild 3-0 s.l. föstudag á heimavelli Selfyssinga. Með sigri í kvöld komast Njarðvíkingar í 4. umferð keppninnar og að henni lokinni taka 16 liða úrslitin við.