Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

VISA-bikarinn: Grindvíkingar úr leik
Sunnudagur 5. júlí 2009 kl. 23:05

VISA-bikarinn: Grindvíkingar úr leik

Grindvíkingar eru úr leik í VISA-bikar karla í knattspyrnu eftir að hafa tapað á útivelli fyrir Fram, 1-0, þar sem Hjálmar Þórarinsson skoraði eina mark leiksins strax í upphafi framlengingar, en staðan var 0-0 eftir 90 mínútur.


Eins og þegar hefur komið fram sluppu Keflvíkingar í gegnum 16-liða úrslitin, en framhaldið hjá Víði úr Garði og Reyni frá Sandgerði ræðst á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Víðismenn fá KR í heimsókn í Garðinn, en Reynismenn leika gegn HK í Kópvogi. Báðir leikirnir hefjast kl. 19.15.

VF-mynd úr safni
- Scott Ramsay og félagar eru úr leik í VISA-bikarnum