VISA-bikarinn: Athyglisverðar viðureignir í 16-liða úrslitum
Enginn skortur er á stórleikjum í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla, en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu.
Fyrst ber að nefna stórleik Keflavíkur og bikarmeistara FH, þá mætast Reynir og Grindavík í Suðurnesjaslag á Sparisjóðsvelli í Sandgerði og Víðir fær úrvalsdeildarlið Fylkis í heimsókn á Garðsvöll.
Leikirnir í Garði og Sandgerði verða miðvikudaginn 2. júlí, en Leikurinn í Keflavík er daginn eftir. Svo skemmtilega vill til að þessi sömu lið mætast í Landsbankadeildinni á sama velli fjórum dögum seinna.