VÍS-DEILD KVENNA
Niðurröðun úrslitakeppni kvennakörfuboltans er komst á hreint í vikunni. Keflvíkingar töpuðu gegn taplausum KR-ingum 57-51 en sýndu að þrátt fyrir missi lykilleikmanns eru þær til alls líklegar í úrslitakeppninni. Grindvíkingar komu til Njarðvíkur og unnu vængbrotnar heimastúlkur með rúmlega helmingsmun 45-101. Ein umferð er eftir í deildinni, 15. mars kl. 19:00 heimsækja Keflvíkingar Grindvíkinga og Njarðvíkingar Stúdínur kl. 20:15 sama kvöld.