VÍR og Reykjanesbær semja um Sólbrekkubrautina
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti þann 22.júlí sl. samning við Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness um leyfi til tímabundinna afnota á Sólbrekkusvæðinu auk stækkunnar. Samningurinn gildir til 31. maí 2017 með möguleika á framlengingu.
Samningurinn er sannkallaður tímamótasamningur fyrir VÍR því í mörg ár hefur brautin verið á skammtímaleyfum. Uppbygging á aðstöðunni við brautina mun eflaust taka kipp eins og menn hafa séð byrja í sumar enda hefur VÍR marga öfluga liðsmenn innanborðs.
Á myndinni eru Guðlaugur H. Sigurjónsson frá Reykjanesbæ og Ásgrímur Pálsson frá Vélhjólaíþróttafélagi Reykjanesbæjar.