Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Vinnur Keflavík fjórtánda leikinn í röð?
Miðvikudagur 12. desember 2012 kl. 13:06

Vinnur Keflavík fjórtánda leikinn í röð?

Fjórtánda umferðin í Dominos-deild kvenna hefst í kvöld með þremur leikjum. Suðurnesjaliðin Keflavík og..

Fjórtánda umferðin í Dominos-deild kvenna hefst í kvöld með þremur leikjum. Suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík eiga leiki í kvöld. Keflavík getur haldið áfram sigurgöngu sinni í deildinni en liðið hefur unnið alla þrettán leiki sína til þessa í deildinni. Keflavík mætir Fjölni á útivelli í Grafarvogi. Leikurinn verður í beinni útsendingu á SportTV.is.

Grindavíkurstúlkur fara á sama tíma í heimsókn í Hafnarfjörðinn og leika gegn Haukum. Njarðvík leikur á útivelli gegn Val á laugardag. Leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15. Bein tölfræðilýsing verður einnig frá leikjunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Staðan í Dominos-deild kvenna:
1. Keflavík  13/0  26
2. Snæfell  10/3  20
3. KR   9/4  18
4. Valur  6/7  12
5. Haukar  5/8  10
6. Grindavík  4/9  8
7. Njarðvík  3/10  6
8. Fjölnir  2/11  4