Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Föstudagur 6. ágúst 1999 kl. 11:02

VINNUHESTUR TIL KEFLVÍKINGA

Keflvíkingar hafa gengið frá samningum við bandaríska leikmanninn Chianti Roberts um að leika með liðinu í vetur. Chianti þessi útskrifaðist frá Oklahoma State University 1997 en komst ekki að í nýliðavali NBA deildarinnar og hefur leikið í Taiwan sl. tvö ár. Hann er talinn mikill vinnuhestur sem leikur jafnt í teignum sem úti á velli. Á meðan „Big Country“ Reeves lék við hlið hans hjá Oklahoma hélt hann sig úti á velli en eftir brottför Reeves, til Vancouver Grizzlies í NBA, lék hann hélt tímabil sem miðherji.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024