Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vinna Njarðvíkingar sinn 9. bikartitil?
Halldór Karlsson og Brenton Birmingham fagna síðasta bikartitli Njarðvíkinga. Halldór er núna í þjálfarateymi liðsins. VF-myndir/HéðinnEiríksson.
Miðvikudagur 13. febrúar 2019 kl. 11:21

Vinna Njarðvíkingar sinn 9. bikartitil?

Eina Suðurnesjaliðið í undanúrslitum Geysis-bikarsins. Nokkrir yngri flokkar halda uppi merkjum Suðurnesja

Njarðvíkingar leika gegn KR í undanúrslitum Geysis-bikarkeppninnar í körfubolta í karlaflokki en fjórir undanúrslitaleikir, karla og kvenna fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld og annað kvöld. Úrslitaleikirinir verða svo á laugardag í meistaraflokki en úrslitaleikja-dagur yngri flokka verður á sunnudag í Laugardalshöllinni. Þar eru nokkur lið frá Suðurnesjum í úrslitum.

Njarðvíkingar leika gegn KR annað kvöld kl. 20.15. Suðurnesjaliðið er á toppi deildarinnar en þó svo að þeir röndóttu hafi verið slakir í undanförnum leikjum þá er ljóst að um mjög erfiða viðureign verður að ræða.
Njarðvíkingar eiga næst flesta bikartitla frá upphafi en fyrst var leikið í bikar árið 1970. Njarðvík vann fyrst 1987 og vann þá fimm sinnum á sex árum sem var magnað. Liðið var síðast 2005 þannig að það er komið hungur í Njarðvíkinga.

Njarðvíkingar verða með sætaferðir á leikinn annað kvöld, fimmtudag kl .18.30. Bóka þarf sæti hjá [email protected]. Njarðvíkingar hvetja sína stuðningsmenn að mæta í grænu og hafa selt græna Njarðvíkur-boli síðustu daga og verða með sölu í í Laugardalshöllinni fyrir leikinn í undanúrslitum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd af sigurliðið UMFN árið 2005 þegar liðið vann bikarinn síðast.