Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vináttudagur í körfuboltabænum mikla
Fimmtudagur 11. janúar 2018 kl. 06:00

Vináttudagur í körfuboltabænum mikla

-Framtíðin er björt í körfuboltanum í Reykjanesbæ

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur, í samstarfi við Humarsöluna, bauð nágrönnum sínum úr Njarðvík til leiks í TM-hölllina í Keflavík um síðustu helgi. Um 350 börn á aldrinum fjögurra til tólf ára mættu til leiks á þessum vinadegi félaganna tveggja, en dagurinn tókst með eindæmum vel.

Sylvía Þóra Færseth, meðlimur hópsins „Allir í körfu“, segir að hópnum hafi fundist mikilvægt að hefja árið með flottum körfuboltadegi þar sem krakkarnir í Reykjanesbæ fengju að njóta sín í vináttuleikjum, þó það sé nú alltaf stutt í keppnisskapið þegar „erkifjendurnir“ mætast.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hópurinn „Allir í körfu“ var stofnaður af barna- og unglingaráði körfuknattleiksdeildar Keflavíkur haustið 2017 með það að markmiði að koma þeim skilaboðum á framfæri að körfubolti sé skemmtileg íþrótt sem sé opin öllum börnum og unglingum.

Fjöldi barna æfir körfubolta hjá Keflavík og Njarðvík og frábær árangur hefur náðst síðustu ár. Áætlað er að vináttudagurinn verði nú árlegur.