Vínarbúar hafa áhuga á Arnóri
Austurríska úrvalsdeildarliðið Rapid Vín hefur áhuga á að fá landsliðsmanninn Arnór Ingvar Traustason til liðsins. Frá þessu er greint á vefsíðu Krone í Austurríki. Í snörpu samtali við Víkurfréttir staðfesti Arnór að austurríska liðið hafi sýnt honum áhuga í janúar en hann er staðráðinn í því að spila áfram í Svíþjóð með Norrköping í það minnsta fram að sumri.
Rapid er sigursælasta lið landsins en liðið hefur unnið 32 meistaratitla. Heimavöllur liðsins tekur 50 þúsund áhorfendur.