Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Íþróttir

Vínarbúar hafa áhuga á Arnóri
Miðvikudagur 10. febrúar 2016 kl. 09:26

Vínarbúar hafa áhuga á Arnóri

Austurríska úrvalsdeildarliðið Rapid Vín hefur áhuga á að fá landsliðsmanninn Arnór Ingvar Traustason til liðsins. Frá þessu er greint á vefsíðu Krone í Austurríki. Í snörpu samtali við Víkurfréttir staðfesti Arnór að austurríska liðið hafi sýnt honum áhuga í janúar en hann er staðráðinn í því að spila áfram í Svíþjóð með Norrköping í það minnsta fram að sumri.

Rapid er sigursælasta lið landsins en liðið hefur unnið 32 meistaratitla. Heimavöllur liðsins tekur 50 þúsund áhorfendur.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25