Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Viltu vinna miða á Keflavík-FH?
Fimmtudagur 18. júlí 2013 kl. 17:13

Viltu vinna miða á Keflavík-FH?

Sendu okkur flotta fótboltamynd

FH-ingar koma í heimsókn á Nettóvöllinn á laugardag og mæta þar Keflavík í Pepsi deild karla í knattspyrnu. Af því tilefni ætlum við á Víkurfréttum að bjóða heppnum stuðningsmönnum Keflvíkinga á völlinn. Það eina sem þú þarft að gera er að merkja mynd á Instagram sem á einhvern hátt tengist fótbolta með hashtaginu #vikurfrettir.

Við munum svo veita heppnum einstaklingum miða á völlinn en við tilkynnum sigurvegara um hádegi á laugardag. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 16:00 og hægt verður að vitja miða á Nettóvellinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

T.d gætir þú merkt mynd þar sem þú ert á vellinum, í búning með eftirlætisleikmanni þínum eða af takkaskónum þínum. Það skiptir ekki öllu, svo lengi sem myndin tengist á einhvern hátt fótbolta. En því frumlegri og skemmtilegri sem myndir er, því meiri möguleikar á sigri.

Hér að neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir sem tengjast fótbolta og hafa verið merktar Víkurfréttum með #vikurfrettir hashtaginu.

#vikurfrettir