Viltu spila fótbolta og styrkja gott málefni?
Minningarmót um Ingimund Guðmundsson Víðismann
Minningarmót um Ingimund Guðmundsson fyrrum leikmann gullaldarliðs Víðismanna í fótboltanum verður haldið í Íþróttahúsinu í Garðinum á morgun, laugardag. Enn er pláss fyrir einhver lið en áhugi er fyrir því að styrkja gott málefni og hóa í gömlu félagana í laufléttan innanhúsbolta. Spilað er á parketi og með böttum, fimm inná í einu. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband á netfangið [email protected] eða í síma 8955651.