Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Viltu koma út að leika?
Föstudagur 4. desember 2009 kl. 11:21

Viltu koma út að leika?

Áttu fjórhjól?  Viltu koma í ferð með skemmtilegum hóp? Akstursíþróttafélag Suðurnesja ætlar að standa fyrir hópferð um Reykjanesskaga nk. sunnudag, 6. desember.

AÍFS ákvað á félagsfundi sínum þann 3. desember að fjórhjólanefnd félagsins standi fyrir hópferð um skagann með því markmiði að kynna félagið fyrir fjórhjólamönnum á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Félagið, sem hefur legið á svoliltlum dvala unfanfarið, var vakið til lífsins nú á dögunum og er ætlun nýrrar stjórnar að efla félagstarf í kringum vélknúinn ökutæki á svæðinu.  Ekki er eingöngu verið að stefna að keppnishaldi heldur einnig að sinna hinum stóra hóp Suðurnesjamanna sem eiga „leikfang“ í skúrnum. Voru stofnaðar deildir innan félagsins um hinar ýmsu gerðir leiktækja og von okkar að menn geti fundið sér hóp innan félagsins til að tengja sig við og aðstoða okkur í að vernda hagsmuni okkar stóru strákanna og stelpnanna.


Þessi ferð er liður í kynningarstarfi okkar og er áætlað að fara frá gamla Húsasmiðjuhúsinu á Iðavöllum klukkan 10:00 á sunnudagsmorguninn.  Þaðan verður keyrt sem leið liggur um skagann vítt og breitt og er áætlað að vera í Grindavík um 12:00 þar sem Grindvíkingar slást vonandi í hópinn við kaffihúsið Bryggjuna. Ekkert þátttökugjald er nema bara góða skapið og viljum við benda á að menn koma í þessa ferð á eigin ábyrgð.

 
Að lokum viljum við benda á heimasíðu félagsins, www.aifs.is, þar sem hægt er að skoða störf okkar og skemmtileg myndbrot úr mótorsporti. Einnig er hægt að skrá sig í félagið í gegnum síðuna og vonum við að allir finni sér sér eitthvað nógu spennandi á síðunni til þess að koma með okkur hinum út að leika.

Með kveðju
Stjórn AÍFS