Vill spila í Svíþjóð eða Bandaríkjunum
Katrín Lilja Ármannsdóttir er íþróttasnillingur vikunnar.
Aldur/félag:
16 ára og spila með Grindavík
Hvað hefur þú æft fótbolta lengi?
Ég hef æft fótbolta í níu ár.
Hvaða stöðu spilar þú?
Spila sem hafsent aðallega.
Hvert er markmið þitt í fótbolta?
Markmið mitt er að komast í atvinnumennsku í fótbolta og A-landsliðið.
Hversu oft æfir þú á viku?
Ég er meidd núna en ef ég væri heil þá væri ég að æfa 10–12 sinnum á viku, sirka.
Hver er þinn uppáhaldsfótboltamaður/-kona?
Kári Árnason og Alfreð Finnboga eru uppáhalds.
Áttu þér einhverja fyrirmynd í boltanum?
Fyrirmyndirnar eru Sara Björk Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðarsdóttir.
Hvaða erlenda félag heldur þú upp á?
Ég held auðvitað með Manchester United.
Ef þú mættir velja, með hvaða liði myndir þú helst vilja spila fyrir í atvinnumennsku?
Hef ekkert ákveðið lið í huga en það væri gaman að spila í Svíþjóð eða Bandaríkjunum.