Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Viljum meira - segir Sverrir Þór
Erna Hákonardóttir átti frábæran leik með Keflavík. VF-mynd/karfan.is
Föstudagur 14. apríl 2017 kl. 09:41

Viljum meira - segir Sverrir Þór

Mögnuðu sería hjá Keflavíkurstúlkum gegn Skallagrími. Fá Snæfell í úrslitum

Keflavíkurstúlkur unnu magnaðan sigur á Skallagrími í fimmta undanúrslitaleik liðanna í TM höllnni í Keflavík í gær. Keflavík var með yfirhöndina allan leikinn og þrátt fyrir að Borgnesingar næðu að minnka muninn í lokin innbyrti Keflavík sigurinn og lokatölur urðu
80-64.

Eftir jafnan fyrsta leikhluta leiddi Keflavík með 8 stigum í hálfleik og náði mest tuttugu stiga mun í þriðja leikhluta sem Skallagrímsdömur minnkuðu í sex stig í þeim fjórða með flottri baráttu. Orkan var hins vegar búin en ekki hjá Keflavík sem hélt haus í lokin og kláraði málið. Arianna Moorer átti frábæran leik hjá Keflavík og skoraði 27 stig, var með 5 stoðsendingar, 8 fráköst og 11 fiskaðar villur í leiknum. Einn besti leikur hennar í vetur en það má ekki gleyma frammistöðu hennar í bikarúrslitaleiknum þegar Keflavík vann einmitt Skallagrím. „Ég hefði viljað klára þetta í fjórða leiknum í Borgarnesi en er auðvitað ánægður að þetta sé búið. Nú förum við strax að undirbúa okkur undir einvígið við Snæfell. Við enduðum jöfn Snæfelli í deildinni og urðum bikarmeistarar en við viljum meira,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga.

Ekki má gleyma mögnuðum leik Ernu Hákonardóttur, fyrirliða Keflavíkur en hún skoraði 20 stig, þar af sex þriggja stiga körfur sem voru mikilvægar í þessum leik. Liðsheild Keflvíkinga er sterk og ólíkt karlaliðinu er Sverrir Þór með sterkan bekk.

Fyrsti leikurinn við Íslandsmeistara síðustu þriggja ára, Snæfell, verður á mánudaginn, annan í páskum. Það verður því lítið um frí og afslöppun hjá Keflavíkurstúlkum yfir páskana.

Keflavík: Ariana Moorer 27/8 fráköst/5 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 20, Thelma Dís Ágústsdóttir 14/4 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7/4 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 5, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3/11 fráköst/3 varin skot, Þóranna Kika Hodge-Carr 2/5 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 2, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Karfan.is ræddi við Sverri Þór eftir leikinn. Þar er að finna fleiri viðtöl og fréttir úr heimi körfuboltans.