Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vilja fá rúmar átta milljónir fyrir Kristinn
Föstudagur 26. janúar 2018 kl. 10:34

Vilja fá rúmar átta milljónir fyrir Kristinn

Ítalska liðið Stella Azzura vil fá tæpar átta milljónir króna vegna skólagjalda Kristins Pálssonar, leikmanns Njarðvíkur og fyrrverandi leikmanns Stella. Krefst liðið uppeldisbóta frá Njarðvík en Páll Kristinsson, faðir Kristins sagði í samtali við Morgunblaðið að vonandi verði fundin lausn á málinu í dag.

Kristinn er sem stendur í leikbanni en FIBA Eurpoe hefur sett hann í leikbann með Njarðvík að kröfu Stella Azzura. Félagið segist hafa lagt út fyrir skólagjöldum Kristins í Bandaríkjunum sem nema 65.000 evrum eða 8,2 milljónir íslenskra króna og vilja fá skólagjöldin endurgreidd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

FIBA Europe er að fara yfir mál Kristins er hann flutti aftur heim til Íslands í desember sl. eftir fimm ár á Ítalíu og í Bandaríkjunum, hann hefur leikið þrjá leiki með Njarðvík í janúar en FIBA afturkallaði leikheimild hans með Njarðvík fyrir leikinn gegn ÍR sem fram fór í fyrradag.