Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Vilja 5 milljónir fyrir Kekic
Mánudagur 19. júní 2006 kl. 17:45

Vilja 5 milljónir fyrir Kekic

Vitað var að mörg lið vildu nýta starfskrafta Sinisa Kekic í Landsbankadeildinni í knattspyrnu eftir að ljóst varð að hann myndi ekki leika meira með Grindavíkurliðinu.

Kekic ákvað að leika ekki meira fyrir Grindavík eftir að honum sinnaðist við Sigurð Jónsson, þjálfara liðsins. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Grindvíkingar vilji fá 5 milljónir króna fyrir leikmanninn sem er samningsbundinn félaginu til 2007.

FH og KR hafa verið sterklega orðuð við leikmanninn en enn hefur ekkert fengist staðfest í hans máli.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024