Vilja 5 milljónir fyrir Kekic

Kekic ákvað að leika ekki meira fyrir Grindavík eftir að honum sinnaðist við Sigurð Jónsson, þjálfara liðsins. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Grindvíkingar vilji fá 5 milljónir króna fyrir leikmanninn sem er samningsbundinn félaginu til 2007.
FH og KR hafa verið sterklega orðuð við leikmanninn en enn hefur ekkert fengist staðfest í hans máli.