Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vil frekar vera sú sem borðar en sú sem eldar
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 9. febrúar 2022 kl. 14:14

Vil frekar vera sú sem borðar en sú sem eldar

Robbi Ryan gekk til liðs við nýliða Grindavíkur í Subway-deild kvenna í byrjun tímabils. Hún hefur reynst liðinu happafengur og leiðir liðið í stigum, fráköstum og stoðsendingum. Robbi svarar nokkrum laufléttum spurningum í uppleggi vikunnar.

Nafn: Robbi Ryan
Aldur: 24 ára
Treyja númer: 21
Staða á vellinum: Bakvörður (Guard)
Mottó: Að vera góð manneskja


Hefurðu fasta rútínu á leikdegi?
Enga sérstaka – ég borða, legg mig og hlusta á tónlist.

Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta?
Ég hef spilað körfubolta síðan ég man eftir mér. Ég á fjögur eldri systkini og þau voru öll í íþróttum svo ég hef alltaf verið innan um íþróttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver er besti körfuboltamaður allra tíma?
Michael Jordan og Kobe.

Hver er þín helsta fyrirmynd?
Vinkona mín, Briann January.

Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum?
Ekki viss.

Hver er besti samherjinn?
Þeir allir.

Hver er erfiðasti andstæðingurinn?
Öll liðin eru með sína hæfileika og þau bjóða upp á ólíkar áskoranir í hverjum leik.

Hver eru markmið þín á þessu tímabili?
Að halda áfram að vaxa sem leikmaður og bæta mig og liðið.

Hvert stefnir þú sem íþróttamaður?
Vonandi í rétta átt og læri eitthvað nýtt og vaxi á hverjum degi.

Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér?
Ekki viss.

Fjölskylda/maki:
Ég á fjögur eldri systkini, þrjár systur og bróður.

Hvert er þitt helsta afrek fyrir utan körfuboltann?
Að hafa getað notað aðstöðu mína í háskóla til að vekja fólk til vitundar um geðheilbrigði, jafnvel þótt það hafi bara náð eyrum fárra.

Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann?
Hlusta á og spila tónlist, gera hvað sem er utan dyra og drekka kaffi.

Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu?
Býð sjálfri mér upp á kaffi og með því.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Morgunverður.

Ertu öflug í eldhúsinu?
Ég get verið það en ég vil frekar vera sú sem borðar en sú sem eldar [hlær].

Býrðu yfir leyndum hæfileika?
Ég get spilað á gítar.

Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér?
Ekki viss.

Tengdar fréttir