Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Víkurfréttir fengu Fjölmiðlabikar KKÍ
Sunnudagur 29. apríl 2007 kl. 02:08

Víkurfréttir fengu Fjölmiðlabikar KKÍ

Víkurfréttir fengu afhentan fjölmiðlabikar Körfuknattleikssambands Íslands á lokahófi sambandsins sem fór fram í Stapa fyrr í kvöld. Páll Ketilsson, ritstjóri og eigandi Víkurfrétta tók við verðlaununum úr höndum Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ.

Þessa viðurkenningu hlutu Víkurfréttir fyrir öfluga og vandaða umfjöllun um íslenskan körfuknattleik, en fyrir utan blaðið sjálft er vefsíðan www.vf.is leiðandi fjölmiðill á sviði körfuknattleiksumfjöllunar þar sem má nálgast efni tengt íþróttinni, umfjallanir um leiki og viðtöl á textaformi, ljósmyndir og videofréttir og svipmyndir úr leikjum í VefTV Víkurfrétta.

Íþróttadeild Víkurfrétta þakkar kærlega fyrir þessa miklu viðurkenningu sem sýnir svo ekki verði um villst að við erum á réttri leið en að sjálfsögðu lofum við enn umfangsmeiri og vandaðri umfjöllun á komandi árum.

Ritstjórn Víkurfrétta

 

VF-mynd/Stefán

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024