Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víkurásmót 4. flokks: Keflvíkingar vinna gullið
Mánudagur 23. febrúar 2004 kl. 17:24

Víkurásmót 4. flokks: Keflvíkingar vinna gullið

Víkurásmót 4. flokks pilta í knattspyrnu fór fram í Reykjaneshöllinni s.l. laugardag. Um var að ræða hraðmót þar sem leiknir voru 1 x 27 mín. leikir. Þátttökulið voru: Keflavík, Njarðvík, Selfoss, Ungmennafélag Bessastaðahrepps og Víkingur Reykjavík.

 

Keppnin var gríðarlega jöfn og réðust úrslitin í síðasta leik, sem var viðureign Keflavíkur og Umf. Bessastaðahrepps. Fyrir þann leik áttu þrjú lið möguleika á sigri í mótinu þar sem sigur hjá öðru hvoru liðinu myndi færi þeim titilinn en jafntefli þýddi að Víkingar stæðu uppi sem sigurvegarar. Leikar fóru þannig að Keflavíkurpiltar stóðu uppi sem sigurvegarar eftir sannfærandi sigur í síðasta leiknum gegn Umf. Bessastaða, 4-1.  Keflvíkingar spiluðu mjög vel á mótinu og var mikill stígandi í þeirra leik.

 

Mótið tókst í alla staði mjög vel og fóru allir sáttir heim í mótslok vel mettir af pizzum frá Langbest.

 

Lokastaðan á mótinu:
Sæti   Lið             Stig    Mörk
1.      Keflavík       9        5+
2.      Víkingur       9        2+
3.      Umf. Bess.  
6        3+
4.      Njarðvík       3        -4
5.      Selfoss         3        -6

 

Myndir: 1:Sigurlið Keflavíkur, 2:Njarðvíkingar eru ekki leiðir í fjórða sætinu!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024