Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Viktor Segatta í Þrótt Vogum
Mánudagur 18. maí 2020 kl. 09:53

Viktor Segatta í Þrótt Vogum

Viktor Segatta hefur samið við Þrótt í Vogum og leikur með liðinu í sumar.

Viktor þekkir vel til hjá Þrótti, hann spilaði 19 leiki í deild og bikar árið 2018 og skoraði 9 mörk í þeim leikjum. Viktor hefur verið síðustu tvö árin hjá Stord í 3. deildinni í Noregi við góðan orðstír.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viktor, sem er fæddur 1992, er uppalinn FH-ingur, en hann hefur einnig leikið með Gróttu, Haukum og ÍR á sínum ferli, ásamt Stord í Noregi.

Á myndinni eru Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri Þróttar, Viktor Segatta og Brynjar Gestsson þjálfari Þróttar Vogum.