Vígsluleikur á nýjum Njarðvíkurvelli í kvöld
Njarðvík og Reynir eigast við í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld, en þetta verður fyrsti leikurinn sem spilaður verður á nýjum knattspyrnuvelli UMFN.
Verkið hefur dregist nokkuð en unnið hefur verið þrotlaust alla helgi að því að gera völlinn og aðstöðu klára.
Gengið beggja liða hefur verið upp og ofan í sumar en sem setur eru þau í 8. (UMFN) og 9. sæti deildarinnar.
Leikurinn hefst kl. 20 og eru allir knattspyrnuáhugamenn hvattir til að mæta á þennan tímamótaleik.
Verkið hefur dregist nokkuð en unnið hefur verið þrotlaust alla helgi að því að gera völlinn og aðstöðu klára.
Gengið beggja liða hefur verið upp og ofan í sumar en sem setur eru þau í 8. (UMFN) og 9. sæti deildarinnar.
Leikurinn hefst kl. 20 og eru allir knattspyrnuáhugamenn hvattir til að mæta á þennan tímamótaleik.