Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Viðtal: Sara einlæg og opinská
Föstudagur 17. febrúar 2017 kl. 17:11

Viðtal: Sara einlæg og opinská

Sara Sigmunds um skin og skúrir í crossfit, steranotkun, líkamsímynd og framtíðina

Njarðvíkingurinn Sara Sigmundsdóttir var í kjörstöðu til að sigra á heimsleikunum í crossfit en allt fór úrskeiðis á síðustu stundu árið 2015. „Það klikkaði bara eitthvað í hausnum. Allt í einu hættir þú bara að trúa því að þú getir þetta. Ég fór að brjóta mig niður á meðan ég var að gera æfinguna. Ég man að ég var að hugsa; „af hverju ættir þú að vinna fyrstu heimsleikana sem þú keppir á? Þetta var alltof stór draumur. Þetta skiptir ekki máli lengur, þú ert búin að tapa þessu.“ Þetta var ég að hugsa og hef þurft að vinna mikið í þessu,“ segir Sara sem meðal annars hefur leitað sér aðstoðar íþróttasálfræðings.

Í einlægu viðtali er rætt við Söru um lífið í crossfit, steranotkun í íþróttinni, líkamsímynd, framtíðina og margt fleira.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég er að læra að tapa núna. Mér finnst mjög erfitt að tapa. Það fylgir því að vinna, það að kunna að tapa líka.“ Hún fer þannig með annað viðhorf á heimsleikana í ár. „Ég hef alltaf bara hugsað um að vinna og mætt á æfingar bara til þess að vinna heimsleikana. Nú hugsa ég að þetta sé fimm ára gluggi sem ég ætla að gefa mér,“ en eftir það ætlar Sara að mennta sig og leggja lóðin á hilluna. 

Ítarlegt viðtal við Söru má sjá hér í veftímariti Víkurfrétta - Smellið hér