Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Viðsnúningur í rekstri Golfklúbbs Grindavíkur
Halldór formaður í ræðustól á aðalfundi Golfklúbbs Grindavíkur.
Miðvikudagur 27. janúar 2016 kl. 06:00

Viðsnúningur í rekstri Golfklúbbs Grindavíkur

Viðsnúningur varð á rekstri Golfklúbbs Grindavíkur á síðasta ári og skilaði klúbburinn tólfhundruð þúsundum kr. í hagnað eftir að hafa tapað 2,5 m.kr. árið á undan. Halldór Einir Smárason var endurkjörinn formaður GG en aðalfundur klúbbsins var haldinn nýlega í golfskálanum að Húsatóftum.

Rekstrartekjur jukust um 14% á árinu og skuldir klúbbsins lækkuðu um 6 millj. kr. á milli ára. Árgjald fullorðinna verður kr. 56 þús. kr. Breyting varð í stjórn GG, Jón J. Karlsson og Þorlákur Halldórsson létu af stjórnarstörfum en í þeirra stað komu Svava Agnarsdóttir og Sigurður Jónsson.

Á fundinum var samþykkt ályktun vegna samnings klúbbsins við Bláa lónið og Grindavíkurbæ en miklar framkvæmdir eru hafnar vegna hans á Húsatóftavelli:

„Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur fagnar gerðum samningi milli Bláa Lónsins, Grindavíkurbæjar og GG um uppbyggingu og endurbætur á Húsatóftavelli.
Golfklúbbur Grindavíkur vill þakka stjórn Bláa Lónsins og bæjarstjórn Grindavíkur fyrir mjög gott samstarf. Áhrif þessa samnings eru gríðarlega mikil fyrir lítinn golfklúbb og mun stuðla að því að Húsatóftavöllur verði í fremstu röð á landinu auk þess sem aðkoma gesta að klúbbhúsinu verður til fyrirmyndar. Með aukinni uppbyggingu á Húsatóftavelli mun umfjöllun aukast og  höfum við nú þegar orðið vör við jákvæða umfjöllun sem vonandi leiðir til fleiri heimsókna. Tengingin við nýtt lúxus hótel Bláa Lónsins mun líka færa okkur erlenda gesti sem munu síðan bera orðspor okkar víða. Vert er að geta þess að klúbburinn hefði ekki getað farið útí slíka uppbyggingu og endurbætur án þessa góða stuðnings.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá undirskrift samnings um uppbyggingu Húsatóftavallar á síðasta ári.