Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðismenn verja ekki titilinn – Suðurnesjaliðin úr leik
Markús Máni gerði vel þegar hann skoraði jöfnunarmark Víðis í gær. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 20. júní 2024 kl. 10:30

Víðismenn verja ekki titilinn – Suðurnesjaliðin úr leik

Öll Suðurnesjaliðin féllu úr leik í fyrstu umferð Fótbolti.net-bikarkeppninnar í gær. Víðismenn, ríkjandi meistarar, urðu að láta í minni pokann þegar þeir töpuðu fyrir Haukum. Reynismenn héldu á Sauðárkrók og töpuðu þar fyrir Tindastóli og RB tapaði fyrir KF í sjö marka leik. Þá tapaði Þróttur stórt fyrir KFG.

Víðir - Haukar 1:3

Víðismenn voru betri í fyrri hálfleik en þeim tókst ekki að skora. Að vísu skoraði Bessi Jóhannsson mark á tíundu mínútu en það var dæmt af vegna rangstöðu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Haukar tóku forystu undir lok fyrri hálfleiks með glæsilegu marki utan teigs (43') og leiddu því í hálfleik.

Í seinni hálfleik héldu heimamenn áfram að vera betri aðilinn og uppskáru loks mark þegar Markús Máni Jónsson fékk sendingu inn fyrir vörn Hauka. Hann gerði vel með tvo menn í sér, lék inn í teig og jafnaði leikinn (52').

Örugg afgreiðsla hjá Markúsi Mána.

Eftir markið fóru gestirnir að komast betur inn í leikinn og sækja meira en Víðismenn héldu sínu striki og áttu ágætis rispur en markvörður Hauka varði það sem kom á markið.

Þegar venjulegur leiktími var liðinn skoruðu gestirnir annað mark sitt sem var af ódýrari gerðinni. Þá voru Víðismenn að verjast sókn Hauka en boltinn barst inn á markteig til Birkis Brynjarssonar sem var aleinn og óvaldaður og hann stýrði boltanum í netið (9'+2). Birkir innsiglaði svo sigurinn áður en leikurinn var flautaður af (90'+6).

Annað mark Hauka kom snemma í uppbótartíma.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, kíkti á leik Víðis og Hauka og má sjá myndasafn neðst á síðunni.


Tindastóll - Reynir 2:0

Mörk Tindastóls: David Bjelobrk (36') og Arnar Ólafsson (47').


RB- KF 3:4

Það má segja að RB hafi byrjað leikinn vel en staðan var 3:0 í hálfleik fyrir heimamönnum með mörkum frá Adil Kouskous (12' og 31') og Gabriel Simon Inserte (19').

Alger viðsnúningur var í seinni hálfleik en þá skoruðu gestir í fjórgang, sigurmarkið kom í uppbótartíma (90'+5).


KFG - Þróttur 6:1

Þróttarar sáu ekki til sólar í gær og heimamenn komust í 5:0 áður en Eiður Baldvin Baldvinsson skoraði loks fyrir Vogamenn (87'). Það var skammgóður vermir því KFG skoraði sjötta mark sitt mínútu síðar og fóru með sigur af hólmi.

Víðir - Haukar (1:3) | Fótbolti.net-bikarinn 19. júní 2024