Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðismenn úr leik eftir tap í vítaspyrnukeppni
VF myndir Hilmar Bragi.
Miðvikudagur 5. september 2012 kl. 09:42

Víðismenn úr leik eftir tap í vítaspyrnukeppni

Fótboltasumrinu lauk hjá Víðismönnum í 3. deild karla í gærkvöldi þegar liðið tapaði grátlega eftir vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum deildarinnar. Leiknir frá Fáskrúðsfirði hafði sigur í Garðinum í gær með fimm mörkum gegn fjórum en staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-1 fyrir heimamenn í Víði. Sú staða var einnig uppi í fyrri leik liðanna á Fáskrúðsfirði og því þurfti að grípa til framlengingar.

Mörk Víðismanna í venjulegum leiktíma skoruðu þeir Tómas Pálmason og Ólafur Ívar Jónsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í framlengingunni bar það helst til tíðinda að þrír leikmenn fuku útaf. Einn frá Leikni og tveir Víðismenn. Einar Karl Vilhjálmsson fékk tvö gul spjöld og Björn bróðir Einars fékk að líta beint rautt spjald. Hvorugu liði tókst þó að skora og vítaspyrnukeppni staðreynd.

Þar brást tveimur leikmanna Víðis bogalistin en aðeins einum frá Leikni og því fara þeir áfram í næstu umferð.

Ólafur Ívar skoraði seinna mark Víðis.