Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðismenn úr leik
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 19:30

Víðismenn úr leik

Víðir Garði er úr leik í 3. deild karlaknattspyrnunnar og má því sætta sig við að leika í 3. deildi að ári. Þeir töpuðu öðrum leik sínum gegn Sindra, 1-0, á Garðsvelli nú rétt í þessu í úrslitakeppni 3. deildar. Fyrri leik liðanna lauk 1-1 á heimavelli Sindra.

Í Sandgerði stendur framlenging nú yfir þar sem heimamenn leika gegn Hvöt, gestirnir voru yfir 2-1 að loknum venjulegum leiktíma og því blásið til framlengingar þar sem Sandgerðingar sigruðu Hvöt 2-1 á útivelli í fyrri viðureign liðanna.

Nánar um leikina í kvöld

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024