Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Víðismenn unnu flottan sigur
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 8. ágúst 2019 kl. 22:53

Víðismenn unnu flottan sigur

Víðismenn unnu góðan sigur á Selfyssingum í 2. deild Íslandsmótsis í knattspyrnu á Nesfisksvellinum í Garði í kvöld. Þjálfarinn liðsins, Hólmar Örn Rúnarsson, skoraði eitt þriggja marka Víðis í 3:1 sigri.

Víðismenn komust yfir á 28. mín. þegar Ari Steinn Guðmundsson skoraði fyrsta mark leiksins. Selfyssingar jöfnuðu á 61. mínútu  en Hólmar Örn kom Víði i 2:1 á 67. mínútu og Nathan Ward innsiglaði sigurinn á 90. mínútu þegar hann skoraði þriðja mark Víðis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víðismenn eru í 4.-5. sæti með Voga-Þrótti með 22 stig í ágætum málum í deildinni.