Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðismenn töpuðu stórt - Sandgerðingar í fjórða sætið
Fimmtudagur 28. júlí 2016 kl. 11:31

Víðismenn töpuðu stórt - Sandgerðingar í fjórða sætið

Víðismönnum var heldur betur komið niður á jörðina eftir sigur í grannaslag gegn Reynismönnum á dögunum, þegar þeir töpuðu 6-1 fyrir KFR sem er í næst neðsta sæti 3. deildar karla í fótbolta í gær. Staðan var 3-0 fyrir heimamenn í KFR í hálfleik og þeir bættu við þremur mörkum áður en Aleksandar Stojkovic skoraði mark fyrir Víðismenn í uppbótartíma. Óvæntur skellur fyrir Víðismenn sem sitja í öðru sæti deildarinnar þremur stigum á eftir Tindastólsmönnum.

Reynismenn gerðu hins vegar góða ferð á Skagann og unnu 1-2 sigur á Kára. Heimamenn komust yfir snemma leiks en Bergþór Ingi Smárason jafnaði metin fyrir Reyni þegar 22 mínútur voru til leiksloka. Róbert Freyr Samaniego reyndist svo hetja Sandgerðinga en hann skoraði sigurmarkið þegar 93 mínútur voru komnar á klukkuna. Með sigrinum skutust Sandgerðingar upp í fjórða sæti deildarinnar
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024