Víðismenn töpuðu fyrir norðan
4-1 ósigur gegn Völsungi
Víðir í Garði hefur ekki byrjað sumarið í 3. deildinni eins og þeir hefðu kosið sjálfir en í gær tapaði liðið gegn Völsungi á Húsavíkurvelli, 4-1.
Víðismenn komust yfir á 9. mínútu leiksins með marki frá Garðari Geirssyni en heimamenn í Völsungi jöfnuðu metin á 35. mínútu og stóðu leikar jafnir í hálfleik, 1-1.
Í síðari hálfleik voru það svo norðanmenn sem að tóku öll völd á vellinum og skoruðu þrjú mörk og lönduðu öruggum 4-1 sigri þrátt fyrir að leika manni færri síðustu 10. mínútur leiksins.
Víðismenn sitja í 9. og næst síðasta sæti 3. deildarinnar með 2 stig eftir 5 leiki og eiga enn eftir að ná í sinn fyrsta sigur.