SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Íþróttir

Víðismenn töpuðu fyrir Kórdrengjum
Úr fyrri viðureign Víðis og Kórdrengja. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 24. ágúst 2020 kl. 09:17

Víðismenn töpuðu fyrir Kórdrengjum

Víðir mætti toppliði Kórdrengja í 2. deild karla í knattspyrnu á Framvellinum í gær. Jafnræði var með liðunum framan af en það voru Kórdrengir sem reyndust sterkari aðilinn á endanum.
Eftir ágætis byrjun hjá Víðismönnum lentu þeir undir á 17. mínútu. Þeir tvíefldust við að fá mark á sig og sóttu stíft í kjölfarið, það var því eins og blaut tuska í andlitið þegar Kórdrengir skoruðu annað mark rétt fyrir leikhlé (45'+2) og staðan í hálfleik 2:0.

Ekkert gengur hjá Víði

Ekki var langt liðið á seinni hálfleik þegar Kórdrengir komust í 3:0 (50') en skömmu síðar fengu Víðismenn dæmda vítaspyrnu. Allt virðist ganga Víði í óhag þessa dagana og vítaspyrnan alveg lýsandi fyrir það því markvörður Kórdrengja gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna – ekki einu sinni heldur tvisvar því markvörðurinn hafði stigið af línunni í fyrri spyrnunni og dómarinn lét því endurtaka hana.
Á 82. mínútu náði Ísak John Ævarsson að minnka muninn fyrir Víði en lengra komust þeir ekki og Kórdrengir sigruðu 3:1.
Dubliner
Dubliner