Atnorth
Atnorth

Íþróttir

Víðismenn taplausir í 5 leikjum í röð í 3. deildinni
Fimmtudagur 13. ágúst 2015 kl. 12:00

Víðismenn taplausir í 5 leikjum í röð í 3. deildinni

Reynismenn freista þess að styrkja stöðu sína við toppinn í kvöld

Keppni í 3. deild karla harðnar nú með hverri umferð sem líður og eru línur farnar að skýrast við topp og botn deilarinnar. Reynismenn hafa verið á góðu skriði í sumar og standa í harðri baráttu um laust sæti í 2. deild að ári en Sandgerðingar sitja í öðru sæti deildarinnar eftir 13 umferðir og geta slitið sig 6 stigum frá liði Kára, sem situr í 3. sætinu, með sigri á KFR í kvöld en leikið er í Sandgerði.

Víðismenn hafa heldur betur vaknað upp af værum svefni eftir hörmulega byrjun á sumrinu og hafa ekki tapað leik í síðustu 5 leikjum sínum, en liðið samdi við nokkra erlenda leikmenn í félagaskiptaglugganum sem hefur gefið lífinu þau gæði sem liðinu sárvantaði. Víðir hefur hleypt miklu lífi í fallbaráttuna í deildinni en alls eru 6 lið í þeirri baráttu sem mun ná hámarki á næstu vikum. Víðismenn fá það erfiða verkefni að freista þess að verða fyrsta liðið til að sigra topplið Magna frá Grenivík á laugardaginn kemur en leikið er fyrir norðan.

Bílakjarninn
Bílakjarninn