Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðismenn sóttu sigur í Vogana
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 16. september 2019 kl. 14:01

Víðismenn sóttu sigur í Vogana

Þróttur í Vogum og Víðir í Garði áttust við í hörkuleik í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu á Vogaídýfuvellinum í Vogum á laugardag.

Helgi Þór Jónsson skoraði sigurmark gestanna á 33. mínútu úr víti. Víðismenn eru í 4. sæti og komast ekki ofar þegar ein umferð er eftir því það eru 5 stig í næsta sæti. Þróttarar sitja í 5. sæti en bæði lið hafa staðið sig vel í sumar og verið við toppbaráttuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024