Víðismenn slökktu á Markaregni
Leikið var í 3. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi en þar náðu Víðismenn að krækja í sigur á heimavelli gegn Markaregni en Þróttarar úr Vogum máttu sætta sig við 3-1 tap gegn KFG.
Viðismenn sem eru í baráttu um að komast í úrslitakeppni 3. deildar tóku eins og áður segir á móti Markaregni á heimavelli sínum í Garðinum. Eftir hálftíma leik kom Einar Sigurðsson Víði yfir og örskömmu síðar jók Davíð Örn Hallgrímsson forystuna í 2-0. Gestirnir minnkuðu muninn skömmu fyrir leikhlé og staðan 2-1 þegar gengið var til búningherbergja.
Í síðari hálfleik skoraði svo Haraldur Axel Einarsson þriðja mark Víðismanna sem gerði útslagið og 3-1 sigur staðreynd.
Þróttarar fóru í Garðabæ og léku gegn KFG. Heimamenn komust í 2-0 áður en Jón Ingi Skarphéðinsson minnkaði muninn fyrir Þróttara þegar 15 mínútur voru eftir. Rétt fyrir leikslok innsigluðu KFG-liðar leikinn með þriðja markinu og lönduðu stigunum þremur.
Staðan í A-riðli 3. deildar
Mynd: Haraldur Axel skoraði fyrir Víðismenn í gær.