Víðismenn sigruðu Þróttara
Víðismenn sigruðu granna sína Þrótt Vogum 1-2 í 3. deildinni í knattspyrnu á fimmtudaginn. Víðismenn sem eru á toppnum í A-riðli 3. deildarinnar og hafa ekki tapað leik byrjuðu af krafti. Þeir komust í 2-0 eftir tæplega 20 mínútna leik með mörkum frá Eiríki Viljari Kúld sem nú hefur skorað 8 mörk í sumar, eða helming marka Víðismanna.
Í samtali við Víkurfréttir sagði Brynjar Þór Gestsson þjálfari Víðis að þeir hefðu átt að skora mun meira en menn hefðu ekki verið að nýta færin sín. Þróttarar minnkuðu muninn með marki frá Jóni Inga Skarphéðinssyni eftir rúmlega hálftíma og staðan 1-2 í leikhlé.
„Þróttarar tækluðu allt sem hreyfðist og vörðust vel. Mínir menn voru ekki alveg nógu ákveðnir og því skoruðum við ekki fleiri mörk. Þróttur hefði jafnvel getað jafnað í síðari hálfleik,“ sagði Brynjar Þór.
Víðismenn eru sem fyrr segir efstir með 13 stig eftir 5 leiki en Þróttarar eru 7. sæti með 4 stig.
Staðan:
Mynd: Eiríkur Viljar Kúld hefur skorað 8 mörk í sumar