Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðismenn sanka að sér leikmönnum
Á myndinni eru frá vinstri, Rafn Markús, Jón Ragnar Ástþórsson formaður Víðis og Árni Þór Ármannsson sem er aðstoðarþjálfari.
Þriðjudagur 3. desember 2013 kl. 11:16

Víðismenn sanka að sér leikmönnum

Víðismenn í Garði eru þegar byrjaðir að styrkja sig fyrir komandi átök í knattspyrnunni næsta sumar. Undanfarið hefur nýr þjálfari, Rafn Markús Vilbergsson verið að sanka að sér leikmönnum sem koma til með að styrkja liðið í baráttunni í 3. deild.

Víðir Garði hafnaði í 4. sæti 3. deildarinnar á liðnu tímabili en félagið hefur unnið í leikmannamálum síðustu daga og fyrir helgi skrifuðu nýir leikmenn undir samninga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ísak Örn Þórðarson kemur frá Keflavík. Ísak Örn sem fæddur er árið 1988 er uppalinn í Njarðvík. Hann hefur samtals spilað 80 leiki á Íslandsmóti og bikarkeppni fyrir Njarðvík, Hauka og Keflavík og skorað í þeim 11 mörk.

Gylfi Örn Á Öfjörð er kominn í Víði. Gylfi sem fæddur er árið 1994 er uppalinn í Grindavík. Hann spilaði alla sjö leiki Grindavíkur í Lengjubikarnum 2013. Sumarið 2013 spilaði hann 4 leiki á Íslandsmóti og bikarkeppni fyrir Njarðvík auk þess að spila með sameiginlegu liði Keflavíkur og Njarðvíkur í 2. flokki.

Garðmaðurinn Hörður Ingi Harðarson er kominn aftur í Víði. Hann lék síðast með Víði árið 2011. Hörður hefur spilað 92 leiki á Íslandsmóti og bikarkeppni fyrir Víði og skorað í þeim sjö mörk.

Þrír ungir leikmenn sem allir eru fæddir árið 1994 skrifuðu undir félagaskipti yfir í Víði á dögunum. Það eru þeir Aron Hlynur Ásgeirsson, Sigurður Þór Hallgrímsson og Tómas Jónsson. Allir fá þeir félagsskipti frá Njarðvík.

Frétt fótbolti.net.