Víðismenn mæta Hvöt í undanúrslitum Lengjubikarsins
Víðir Garði mætir Hvöt í undanúrslitum í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu á fimmtudag kl. 14:00. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast ÍR og Höttur á ÍR-velli. Ekki er enn búið að ákveða leikvöll fyrir viðureign Víðis og Hvatar en leikurinn verður á höfuðborgarsvæðinu.Öll liðin í undanúrlsitum B-deildar leika í 2. deild karla í sumar en bæði Hvöt og Víðir eru nýliðar í deildinni.






