Víðismenn lögðu Fjarðabyggð
Víðismenn lögðu Fjarðabyggð með 3 mörkum gegn 2 þegar liðin mættust í 14. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla í 2. deild. Leikurinn fór fram á Eskjuvelli austur á fjörðum.
Róbert Örn Ólafsson skoraði fyrir Víði á 15. mínútu og Pawel Grudzinski mætti við marki á 37. mínútu. Heimamenn skoruðu svo tvisvar og staðan var jöfn þar til á síðustu andartökum leiksins þegar Patrik Snær Atlason skoraði fyrir Víði og tryggði sigur í blálokin.
Víðismenn eru í 4. sæti 2. deildar með 24 stig, 6 stigum frá toppsætinu. Strákarnir úr Garðinum fara næst í vesturbæ Reykjavíkur þar sem þeir leika gegn KV á miðvikudagskvöldið.