Víðismenn leita að þjálfara
Víðismenn auglýsa eftir þjálfara fyrir meistaraflokk félagsins fyrir komandi starfsár í Víkurfréttum í þessari viku. Þá hafa einnig orðið breytingar á stjórn félagsins því á aðalfundi Knattspyrnufélagsins Víðis þann 16. desember var kosin ný stjórn.
Hún er eftirfarandi:
Einar Jón Pálsson formaður, Ólafur Róbertsson varaformaður, Björn Vilhelmsson gjaldkeri, Hrönn Edvinsdóttir ritari og Vignir Rúnarsson meðstjórnandi, ásamt því að unglingaráð mun vera í fullu samstarfi með nýskipaðri stjórn.
Hún er eftirfarandi:
Einar Jón Pálsson formaður, Ólafur Róbertsson varaformaður, Björn Vilhelmsson gjaldkeri, Hrönn Edvinsdóttir ritari og Vignir Rúnarsson meðstjórnandi, ásamt því að unglingaráð mun vera í fullu samstarfi með nýskipaðri stjórn.